Aflvaki Þróunarfélag
hefur það að markmiði að auka lífsgæði fólks á efri árum með sérhæfðum búsetulausnum, félagslegum tengslum, heilsutengdri þjónustu og nýsköpun.
Vefsjá Aflvaka
Húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu
Vefsjá Aflvaka varpar ljósi á stöðu húsnæðismála á höfuðborgasvæðinu og undirliggjandi íbúðaþörf. Hún sýnir að þessari þörf hefur ekki verið mætt frá árinu 2010 og þá má sjá hvaða áhrif sú þróun hefur haft á fasteignaverð og verðbólgu. Tilgangur hennar er að efla umræðu um stöðu húsnæðismála á höfuðborgarsvæðinu með því að bæta aðgang að gögnum sem fyrir liggja um málaflokkinn.
Þeir sem eru áhugasamir geta séð hver þróun húsnæðismála á svæðinu verður í nánustu framtíð með því velja sjálfir þær lykilforsendur sem ráða ferðinni. Forsendur greininga í Vefsjá Aflvaka byggja á gögnum frá Hagstofu Íslands, Félagi tryggingastærðfræðinga og Húsnæðis og mannvirkjastofnun (HMS).
Þróunarverkefni
Aflvaki Þróunarfélag ehf. á tvö dótturfélög. Annað félagið er Lífsvaki ehf. sem sérhæfir sig í uppbyggingu íbúðahverfis (Gunnarshólmi) og heilbrigðiskjarna (Ásta) sem miðast að þörfum þriðja og fjórða æviskeiðsins. Hitt félagið er Ljósvaki þróunarfélag ehf. sem sérhæfir sig í þróun hugbúnaðar (Huld).
Íbúðahverfið við Gunnarshólma verður byggt upp sem heildstætt lífsgæðasamfélag fyrir fólk á þriðja æviskeiðinu.
Öll áhersla verður lögð á að skapa kjöraðstæður fyrir heilsusamlegt líferni, félagsskap, útiveru og afþreyingu með greiðu aðgengi að allri þjónustu. Kaup á búseturétti á svæðinu mun skapa íbúum fjárhagslegan fyrirsjáanleika og tækifæri til að setja eigin lífsgæði í fyrsta sæti.
Ásta heilbrigðiskjarni
Á svæðinu í nánd við íbúðabyggðina er stefnt að því að byggja heilbrigðiskjarna með áherslu á heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Meðal annars er ráðgert að byggja allt að 1.200 hjúkrunarrými. Sérhæfðir þjónustuaðilar munu annast rekstur þeirra í samræmi við stefnu stjórnvalda í þeim efnum.
Huld
Huld er hugbúnaðarlausn sem er ætlað að veita einstaklingsmiðaða heilsuþjónustu og auðvelda tengslamyndun og samskipti.
Fréttir
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins sprungið
21. ágúst, 2024
RúvKastljós umfjöllun
20. ágúst, 2024
KastljósHúsnæðismál á Höfuðborgarsvæðinu
15. ágúst, 2024
StreymiAlmenningur dæmdur úr leik
15. júlí, 2024
Frétt Aflvaki“Við þurfum 90 þúsund íbúðir”
12. mars, 2024
ViðtalHverfi fyrir 9.000 eldri borgara
15. febrúar, 2024
Frétt AflvakiÞúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi
24. janúar, 2024
Kópavogsbær
Verkefnastjórn
Spurt & svarað
Hvert er verkefnið?
Uppbygging Aflvaka þróunarfélags á nýju íbúðahverfi, öldrunarþjónustu og þjónustumannvirkjum til að mæta þörfum fólks á þriðja æviskeiðinu.
Hvert er umfangið?
Um er að ræða uppbyggingu á 5.000 íbúða lífsgæðakjarna á jörðinni Gunnarshólma sem liggur norðan við Suðurlandsveg, skammt austan við Hólmsheiði og Rauðavatn. Þetta verður heildstætt íbúðahverfi með búsetuíbúðaformi þar sem áherslan verður á hátt þjónustustig.
Á svæðinu verður boðið upp á fjölbreytt úrval íbúðaforma sem svara þörfum ólíkra hópa samfélagsins. Boðið verður upp á ólíkar stærðir.
Einnig á að reisa heilsukjarna þar sem starfrækt verður heilsuhús og nýsköpunarmiðstöð með áherslu á heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Innan heilsukjarnans verða byggð allt að 1.200 hjúkrunarrými í áföngum, þar sem m.a. verður áhersla á fólk með ólíka sjúkdóma sem fylgja öldrun.
Í heildina jafngildir uppbyggingin um helmingi þeirra hjúkrunarrýma sem fyrirséð er að vanti á höfuðborgarsvæðinu á næstu 15 árum.
Hvað verður í boði fyrir íbúa á svæðinu?
Kaup á búseturétti á svæðinu mun skapa íbúum einstakt tækifæri til að iðka heilbrigðan lífsstíl en ekki síður fjárhagslegan fyrirsjáanleika og frelsi til að setja eigin lífsgæði í fyrsta sæti.
Heildstæð nálgun á bætta þjónustu við aldraða er til þess fallin að bæta lífskjör þessa vaxandi samfélagshóps og stuðla að sjálfstæðri búsetu í heilsusamlegu umhverfi með áherslu á útivist, félagsleg tengsl og afþreyingu.
Hvers vegna er þetta samfélagslega mikilvægt verkefni?
Uppbygging af þessu tagi er nauðsynleg. Öldrun þjóðarinnar og fjölgun eldra fólks veldur því að sífellt hærra hlutfall íbúða er með tiltölulega fáa íbúa. Þetta þýðir að byggja þarf mun meira af nýju húsnæði til að hýsa sama fjölda og áður.
Með því að byggja sérsniðnar búsetulausnir fyrir fólk á þriðja æviskeiðinu myndast tækifæri fyrir eldra fólk að minnka við sig. Þetta er önnur nálgun á þéttingu byggðar.
Hver eru áhrifin á höfuðborgarsvæðið til lengri tíma?
Þessi uppbygging mun losa um stærri eignir sem henta betur yngri barnafjölskyldum í nálægð við rótgróna skóla, leikskóla og tómstundamannvirki o.s.frv., og stuðlar að heilbrigðri endurnýjun í rótgrónum hverfum.
Þrátt fyrir að umrætt svæði sé í jaðri höfuðborgarsvæðisins þá verða raunáhrifin þéttari byggð, bættar samgöngur, bætt loftgæði og betri aðgangur að nærþjónustu. Öll grunnþjónusta verður á svæðinu.
Hver er tímalínan?
Stefnt er að því að ljúka skipulagbreytingum fyrir lok árs 2024. Áætlað er að uppbygging á svæðinu muni taka um átta ár eftir að viðeigandi leyfi hafa fengist og að fyrsta áfanga verði lokið á tveimur til þremur árum.
Hverjir standa á bakvið verkefnið?
Teymið á bakvið þróunarverkefnið er með mikla reynslu af stórum nýsköpunarverkefnum, meðal annars í heilbrigðistækni.
Framkvæmdastjóri Aflvaka þróunarfélags er Sigurður Stefánsson fyrrum fjármálastjóri CCP og í stjórn félagsins eru þeir Birgir Már Ragnarsson og Andri Sveinsson eigendur fjárfestingafélagsins Omega ehf., sem átti yfir 10% hlut í Kerecis sem selt var fyrir 180 milljarða á dögunum. Andri Sveinsson var stjórnarformaður Kerecis og Birgir Már Ragnarsson er núverandi stjórnarformaður Sidekick Health. Þeir eru jafnframt eigendur Grósku hugmyndahúss.
Í stjórn Aflvaka situr einnig Guðmundur J. Oddsson sem jafnframt er stjórnarmaður í Sidekick Health. Þá er Karl Þráinsson, framkvæmdastjóri framkvæmdafélagsins Arnarhvols og fyrrum forstjóri Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) á meðal aðstandenda verkefnisins.